Erlent

Páfinn við hestaheilsu eftir aðgerð

Árni Sæberg skrifar
Frans páfi er vinsæll og þykir ansi hress, miðað við páfa allavega.
Frans páfi er vinsæll og þykir ansi hress, miðað við páfa allavega. Vísir/Getty

Frans páfi gekkst undir hnífinn í dag þegar framkvæmd var aðgerð á stórþörmum hans. Aðgerðin gekk að vonum vel.

Páfinn þurfti að undirgangast aðgerð í dag þar sem þrenging var í stórþörmum hans. Aðgerðin gekk vel og páfinn er við góða heilsu. Þetta staðfestir Matteo Bruni, talsmaður Vatíkanskins.

Skömmu fyrir aðgerðina heilsaði páfinn upp á almenning af svölum hallarinnar við Sánkti Péturs torg líkt og hann gerir alla sunnudaga.

Síðasta sunnudag þegar páfinn ávarpaði almenning bað hann almenning að biðja fyrir sér. „Ég bið ykkur að biðja fyrir páfanum, biðja á sérstakan hátt. Páfinn þarfnast bæna ykkar. Ég veit að þið munuð gera það,“ sagði hann.

Frans páfi er almennt við góða heilsu þrátt fyrir háan aldur en hann er 84 ára gamall. Aðgerðin í dag er fyrsta læknismeðferðin sem hann hefur gegnist undir frá því að hann tók við embætti páfa árið 2013.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×