Erlent

Minnst nítján saknað eftir aur­skriðu í Japan

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skriðan hafði gríðarlega eyðileggingu í för með sér.
Skriðan hafði gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Naoya Osato/Kyodo News via AP

Minnst 19 er saknað eftir að mikil aurskriða lenti á húsum í bæ vestur af Tókýó, höfuðborg Japans, í dag.

Frá þessu greinir AP-fréttastofan og segir að tugir heimila í bænum Atami hafi orðið undir skriðunni. Mikið hefur rignt á svæðinu í vikunni, sem valdið hefur því að jarðvegur losnar og hættan á skriðuföllum verður meiri og alvarlegri.

AP hefur eftir Takamichi Sugiyama, talsmanni Shizuoka-héraðs, að tilkynningar um rýmingu vegna skriðuhættu hefðu verið sendar á íbúa stórs svæðis. Hann sagði einnig að tala þeirra sem saknað er gæti farið hækkandi fram eftir degi.

Myndefni af skriðunum hefur farið um samfélagsmiðla, en í því má sjá svarta aurskriðuna renna niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn áður en hún lendir á húsum, kremur þau og sópar burt bílum sem á vegi hennar verða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×