Tyrkland komið á lista yfir ríki sem tengjast barnahermennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 23:06 Tyrkland varð í dag fyrsta NATO ríkið til að rata á lista Bandaríkjanna um ríki sem tengjast barnahermennsku. EPA-EFE/KENZO TRIBOUILLARD Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert. Á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að Tyrkland hafi veitt hersveitum Multan Surad í Sýrlandi beinan stuðning á undanförnu ári. Hersveitin er ein þeirra sem berst gegn stjórnarher Sýrlands og hefur það lengi verið þekkt að hún njóti stuðnings yfirvalda í Tyrklandi. Þá er sveitin þekkt fyrir að nýliða og nota „hermenn“ sem eru á barnsaldri. Á blaðamannafundi í dag sagði starfsmaður utanríkisráðuneytisins að Tyrkland tengist einnig barnahernaði í Líbíu. Yfirvöld í Washington vonist til þess að geta unnið úr málinu í samstarfi við yfirvöld í Ankara. Fréttastofa Reuters greinir frá. Tyrkland er fyrst aðildarríkja NATO sem hefur ratað á þennan lista. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið Sýrland og Líbía blandast í málið Tyrkland hefur lengi haldið út hernaðaraðgerðum í Sýrlandi bæði gegn hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og gegn hersveitum Kúrda, sem lengi hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna. Þá hafa tyrkneskar hersveitir lengi barist samhliða sýrlenskum hermönnum. Margar þeirra hersveita sem Tyrkland tengist hafa verið sakaðar af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum að hafa ráðist gegn almennum borgurum og að hafa farið ránshendi um þorp og bæi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt Tyrki til að reyna að hafa hemil á þeim sýrlensku uppreisnarhersveitum sem þeir tengjast en Tyrkland hefur ávallt neitað öllum ásökunum á hendur félaga sinna. Þá hefur Tyrkland lengi tengst átökunum í Líbíu, bæði með herferðum eigin hersveita og annarra sem notið hafa stuðnings tyrkneskra yfirvalda. Til að mynda hefur stuðningur Tyrklands verið stjórnarher Líbíu mikil hjálp við að halda aftur af hersveitum sem sækja úr austri, en þær njóta margar hverjar stuðnings Egyptalands og Rússlands. Hefur þetta áhrif á Afganistan? Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eiga stjórnvöld, sem komast á þennan lista, yfir höfði sér einhvers konar takmarkanir er varða öryggisaðstoð á vegum Bandaríkjanna. Þá eru einnig einhver takmörk á því hvers konar vopn ríkin á listanum geta keypt frá Bandaríkjunum. Þó er ekki enn ljóst hvort þessar takmarkanir muni eiga við Tyrkland. Þá hafa einhverjar spurningar vaknað um það hvort þetta muni hafa áhrif á samningaviðræður Bandaríkjanna og Tyrklands um að Tyrkir muni taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan eftir að hersveitir Bandaríkjanna hafa yfirgefið landið alveg. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ólíklegt sé að þetta muni hafa einhver áhrif á samningsviðræðurnar. „Ég vil ekki endilega tengja viðveru Tyrklands á þessum lista við samningsviðræðurnar sem standa nú yfir við Tyrkland, það er að segja vegna Afganistan eða annarra ríkja þar sem bæði ríki hafa hagsmuna að gæta,“ sagði hann. Tyrkland Bandaríkin Hernaður Sýrland Afganistan Tengdar fréttir Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að Tyrkland hafi veitt hersveitum Multan Surad í Sýrlandi beinan stuðning á undanförnu ári. Hersveitin er ein þeirra sem berst gegn stjórnarher Sýrlands og hefur það lengi verið þekkt að hún njóti stuðnings yfirvalda í Tyrklandi. Þá er sveitin þekkt fyrir að nýliða og nota „hermenn“ sem eru á barnsaldri. Á blaðamannafundi í dag sagði starfsmaður utanríkisráðuneytisins að Tyrkland tengist einnig barnahernaði í Líbíu. Yfirvöld í Washington vonist til þess að geta unnið úr málinu í samstarfi við yfirvöld í Ankara. Fréttastofa Reuters greinir frá. Tyrkland er fyrst aðildarríkja NATO sem hefur ratað á þennan lista. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið Sýrland og Líbía blandast í málið Tyrkland hefur lengi haldið út hernaðaraðgerðum í Sýrlandi bæði gegn hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og gegn hersveitum Kúrda, sem lengi hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna. Þá hafa tyrkneskar hersveitir lengi barist samhliða sýrlenskum hermönnum. Margar þeirra hersveita sem Tyrkland tengist hafa verið sakaðar af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum að hafa ráðist gegn almennum borgurum og að hafa farið ránshendi um þorp og bæi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt Tyrki til að reyna að hafa hemil á þeim sýrlensku uppreisnarhersveitum sem þeir tengjast en Tyrkland hefur ávallt neitað öllum ásökunum á hendur félaga sinna. Þá hefur Tyrkland lengi tengst átökunum í Líbíu, bæði með herferðum eigin hersveita og annarra sem notið hafa stuðnings tyrkneskra yfirvalda. Til að mynda hefur stuðningur Tyrklands verið stjórnarher Líbíu mikil hjálp við að halda aftur af hersveitum sem sækja úr austri, en þær njóta margar hverjar stuðnings Egyptalands og Rússlands. Hefur þetta áhrif á Afganistan? Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eiga stjórnvöld, sem komast á þennan lista, yfir höfði sér einhvers konar takmarkanir er varða öryggisaðstoð á vegum Bandaríkjanna. Þá eru einnig einhver takmörk á því hvers konar vopn ríkin á listanum geta keypt frá Bandaríkjunum. Þó er ekki enn ljóst hvort þessar takmarkanir muni eiga við Tyrkland. Þá hafa einhverjar spurningar vaknað um það hvort þetta muni hafa áhrif á samningaviðræður Bandaríkjanna og Tyrklands um að Tyrkir muni taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan eftir að hersveitir Bandaríkjanna hafa yfirgefið landið alveg. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ólíklegt sé að þetta muni hafa einhver áhrif á samningsviðræðurnar. „Ég vil ekki endilega tengja viðveru Tyrklands á þessum lista við samningsviðræðurnar sem standa nú yfir við Tyrkland, það er að segja vegna Afganistan eða annarra ríkja þar sem bæði ríki hafa hagsmuna að gæta,“ sagði hann.
Tyrkland Bandaríkin Hernaður Sýrland Afganistan Tengdar fréttir Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01
Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28