Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 14:28 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Sincan, skammt frá Ankara, í morgun. AP/Burhan Ozbilici Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir. Tyrkland Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir.
Tyrkland Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira