Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 13:40 Biden Bandaríkjaforseti (t.v.) ræðir við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Brussel í dag. AP/Stephanie Lecocq Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar.
NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira