Íslenski boltinn

Þjálfara­t­eymi ÍBV kveður vegna per­sónu­legra á­stæðna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir og Andri Ólafsson, fráfarandi þjálfarar ÍBV.
Birkir og Andri Ólafsson, fráfarandi þjálfarar ÍBV. Vísir/Hulda Margrét

Lið ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefur komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok þeirra Andra Ólafssyni, aðalþjálfara, og Birkis Hlynssonar, aðstoðarþjálfara.

Frá þessu var greint á vef ÍBV.

Andri og Birkir hafa stýrt liði ÍBV undanfarna 18 mánuði eða frá haustinu 2019. Liðið rétt hélt sæti sínu í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Þegar mótið var flautað af vegna Covid-19 voru Eyjastúlkur með 17 stig að loknum 16 umferðum á meðan FH sem féll var með 16 stig.

Gengi liðsins í sumar hefur verið upp og ofan en að loknum átta umferðum er liðið með níu stig og í bullandi fallbaráttu. Tindastóll er á botni deildarinnar með fjögur stig, þar fyrir ofan er Þór/KA með átta stig á meðan ÍBV, Keflavík og Fylkir eru öll með níu stig.

ÍBV tapaði 2-1 á heimavelli gegn Þrótti Reykjavík í síðasta leik Andra og Birkis en Liana Hinds brenndi af vítaspyrnu fyrir Eyjastúlkur í uppbótartíma leiksins en alls brenndi ÍBV af tveimur vítaspyrnu í leiknum. Andri mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann talaði til að mynda um næsta leik gegn Fylki.

„Þetta byrjar allt á grunninum. Það er búið að ganga aðeins illa hjá okkur að vera í stöðum, fara í tæklingar og vinna bolta. Við þurfum að fara í grunninn, svo kemur hitt,“ sagði Andri að endingu í viðtalinu.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×