Íslenski boltinn

Fót­bolta­konur fram­tíðarinnar á Lindex mótinu og Gaupi á staðnum: Sjáðu þáttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Guðmundsson ræðir við flotta stelpur úr 6. flokki ÍA.
Guðjón Guðmundsson ræðir við flotta stelpur úr 6. flokki ÍA. S2 Sport

Lindexmótið var haldið á dögunum á Selfossi en það er mót fyrir sjötta flokk kvenna í fótbolta. Í ár mættu yfir fimm hundruð stelpur frá fimmtán félögum.

Guðjón Guðmundsson var líka mættur á mótið og hann hefur nú tekið saman léttan og skemmtilegan þátt um Lindexmótið 2021 í hinni klassísku þáttaröð um Sumarmótin.

Lindexmótið var fyrst haldið árið 2017 en það hefu stækkað ár frá ári. Mótið á Selfossi hefur meðal annars þá sérstöðu að reglur leikjanna eru sniðnar að því að kenna stelpunum leikinn.

“Bannað að negla, reglan” og fleiri góðar reglur stuðla að því að stelpurnar læra mikilvæga þætti leiksins og verða fyrir vikið vonandi betri knattspyrnukonur í framtíðinni

Í þáttunum um sumarmótin eru fylgst með ungum knattspyrnuiðkendum spreyta sig frá félögum alls staðar að af landinu en þar má sjá bæði flott tilþrif hjá stelpunum auk þess að þær eru teknar í viðtöl milli leikja.

Þarna eru fótboltakonur framtíðarinnar að stíga sína fyrstu skref og það er alltaf mikil stemmning á mótum sem þessu. Enginn er líka betri að skila henni á skjáinn en Guðjón Guðmundsson sem hefur stýrt þáttunum með glæsibrag frá upphafi.

Hér fyrir neðan má sjá allan þátt Gaupa um Lindexmótið.

Klippa: Sumarmótin 2021: LindexmótiðFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.