„Óli Jó gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 09:01 Ólafur Jóhannesson hefur unnið titla með bæði FH og Val. Skjámynd/S2 Sport Ólafur Jóhannesson er tekinn við FH-liðinu á ný og stýrir því í fyrsta sinn í Mjólkurbikarleik í kvöld. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu meðal annars endurkomu Ólafs í Kaplakrika. Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó