22 ára aldursmunur á markaskorurunum Fylkismanna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 09:30 Óskar Borgþórsson, Helgi Valur Daníelsson og Dagur Dan Þórhallsson fagna hér saman einu marka Fylkisliðsins í gær ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn settu nær örugglega nýtt met í sigri sínum á Skagamönnum í Pepsi Max deild karla. Þá skoruðu nýliði og mikill reynslubolti í sama leiknum. Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson voru meðal markaskorara Árbæjarliðsins og settu um leið líklega met í efstu deild karla. Helgi jafnaði metin eftir að Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en Óskar kom Fylki síðan í 2-1 þrjátíu mínútum síðar. Dagur Dan Þórhallsson innsiglaði síðan sigurinn. Helgi Valur er nefnilega fæddur árið 13. júlí 1981 en Óskar kom ekki í heiminn fyrr en 15. júlí 2003. Það eru því meira en 22 ár á milli þeirra. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Svo skemmtilega vill til að Helgi Valur var að spila með Fylkisliðinu í úrvalsdeildinni kvöldið áður en Óskar fæddist. Helgi lék þá með Fylki í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Óskar var þarna í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild en hann hafði þrisvar sinnum áður komið inn á sem varamaður. Á meðan Óskar var að spila sinn fjórða úrvalsdeildarleik fyrir Fylki þá var Helgi Valur að spila leik númer 111. Helgi Valur spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Fylki í efstu deild í 5-0 sigri á Breiðabliki 1. júní árið 2000 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. Þá var Dagur Dan, hinn markaskorari Fylkismanna í gær, ekki orðinn eins mánaða. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Það voru enn fremur liðin tæp átta ár síðan að svo gamall leikmaður skoraði í úrvalsdeildinni. Helgi Valur varð í gær elsti markaskorarinn í Pepsi Max deildinni síðan að Dean Edward Martin skoraði fyrir ÍA á móti FH í september 2012. Martin var þá 40 ára og 20 daga en Helgi Valur fagnar fertugsafmæli sínu eftir tæpan mánuð. Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson voru meðal markaskorara Árbæjarliðsins og settu um leið líklega met í efstu deild karla. Helgi jafnaði metin eftir að Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en Óskar kom Fylki síðan í 2-1 þrjátíu mínútum síðar. Dagur Dan Þórhallsson innsiglaði síðan sigurinn. Helgi Valur er nefnilega fæddur árið 13. júlí 1981 en Óskar kom ekki í heiminn fyrr en 15. júlí 2003. Það eru því meira en 22 ár á milli þeirra. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Svo skemmtilega vill til að Helgi Valur var að spila með Fylkisliðinu í úrvalsdeildinni kvöldið áður en Óskar fæddist. Helgi lék þá með Fylki í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Óskar var þarna í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild en hann hafði þrisvar sinnum áður komið inn á sem varamaður. Á meðan Óskar var að spila sinn fjórða úrvalsdeildarleik fyrir Fylki þá var Helgi Valur að spila leik númer 111. Helgi Valur spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Fylki í efstu deild í 5-0 sigri á Breiðabliki 1. júní árið 2000 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. Þá var Dagur Dan, hinn markaskorari Fylkismanna í gær, ekki orðinn eins mánaða. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Það voru enn fremur liðin tæp átta ár síðan að svo gamall leikmaður skoraði í úrvalsdeildinni. Helgi Valur varð í gær elsti markaskorarinn í Pepsi Max deildinni síðan að Dean Edward Martin skoraði fyrir ÍA á móti FH í september 2012. Martin var þá 40 ára og 20 daga en Helgi Valur fagnar fertugsafmæli sínu eftir tæpan mánuð.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki