Íslenski boltinn

Góðar fréttir af Jasoni Daða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jason Daði í leik með Blikum gegn KR í sumar.
Jason Daði í leik með Blikum gegn KR í sumar. vísir/vilhelm

Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Jason lá eftir á 33. mínútu en hann lá í læstri hliðarlegu á vellinum og beðið var um lækni út á völlinn.

Hann var svo að endingu borinn af velli en það tók langan tíma að fá sjúkrabíl á svæðið.

Að endingu kom hann og var vængmaðurinn fluttur á slysadeild þar sem góðar fréttir hafa borist af honum.

Hann sendi góðar kveðjur á Kópavogsvöll, sagði Twitter-síða Blika, en hann var allur að braggast.

Breiðablik rúllaði yfir FH í kvöld en lokatölurnar urðu 4-0. Staðan var 2-0 er Jason fór af velli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.