Erlent

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir aðeins tímaspursmál hvenær flóttamenn verða orðnir hundrað milljónir. 
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir aðeins tímaspursmál hvenær flóttamenn verða orðnir hundrað milljónir.  Vísir/Getty

Fjöldi þeirra sem þurftu að flýja heimili sín á síðasta ári jókst um rúmar ellefu milljónir manna sem er enn meiri aukning en var árið 2019.

 Þetta kemur fram í nýjum tölum frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Á aðeins tíu árum hefur fjöldi fólks á flótta tvöfaldast og nú eru alls um 82 milljónir manna á flótta, eða rúmlega eitt prósent mannkyns. Stofnunin segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft það í för með sér að hælisumsóknum hefur fækkað og á það einnig við um fólk sem flytur milli landa í atvinnuleit.

Þrátt fyrir þetta eykst flóttamannastraumurinn vegna ofsókna, átaka og mannréttindabrota í mörgum löndum. Langflestir eru þó enn fastir í heimalandi sínu en hafa þurft að flýja til annarra svæða innanlands, því ferðatakmarkanir í faraldrinum hafa komið í veg fyrir að fólk komist milli landa.

Á síðasta ári komust aðeins 250 þúsund aftur til síns heima og aðeins 34 þúsund fengu hæli í þriðja ríki. Stofnunin segir aðeins tímaspursmál hvenær flóttamenn verða orðnir hundrað milljónir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×