Þá segir maður miðjumanninum að þruma einhvern niður og hleypa leiknum upp í bál og brand Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 16:00 Ólafur Jóhannesson gerði Val að Íslandsmeisturum árin 2017 og 2018. Vísir/Vilhelm Munurinn á miðju Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild karla var ræddur í Stúkunni í gærkvöld að loknum 3-1 sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefði viljað sjá miðjumenn Breiðabliks fara í eins og eina tæklingu til að koma sér inn í leikinn. „Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira