Íslenski boltinn

Marka­súpa gær­dagsins: Valur skoraði þrjú, KA nýtti vindinn, Stjarnan sótti stig og loks skoraði Gibbs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn fagna.
Valsmenn fagna. Vísir/Hulda Margrét

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá hér að neðan.

Á Hlíðarenda unnu Íslandsmeistarar Vals 3-1 sigur á Breiðablik í hörkuleik. Sebastian Hedlund kom Val yfir og Patrick Pedersen bætti við öðru marki rétt fyrir hálfleik. 

Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sitt fyrsta mark í treyju Vals þegar tæp klukkustund var liðin en Árni Vilhjálmsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 77. mínútu og þar við sat.

KA vann 2-0 sigur á ÍA á Akranesi. Miðvörðurinn Dusan Brkovic kom Akureyringum yfir snemma leiks og Ásgeir Sigurgeirsson gerði út um leikinn um miðbik síðari hálfleiks.

Keflavík vann HK 2-0 í botnbaráttuslag þökk sé tveimur mörkum frá Joey Gibbs. Þá gerðu FH og Stjarnan 1-1 jafntefli í Kaplakrika. Jónatan Ingi Jónsson kom FH yfir en Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin með frábæru marki.

Öll mörkin má sjá hér að neðan.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×