Erlent

Nuuk ein­angruð næstu vikuna

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 49 manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Níu eru nú í einangrun og er einn á gjörgæslu.
Alls hafa 49 manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Níu eru nú í einangrun og er einn á gjörgæslu. Getty

Landsstjórn Grænlands hefur bannað allar ferðir frá höfuðborginni Nuuk og til annarra staða í landinu í tilraun til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í höfuðborginni. Þó er kannað hvort mögulegt sé að opna á ferðir frá Nuuk og til Danmerkur.

Lögregla á Grænlandi segir að reglurnar munu gilda til 22. júní, en að þær verði felldar út gildi, alfarið eða að hluta, um leið og aðstæður leyfa.

Fjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Nuuk síðustu daga og vikur, sér í lagi meðal starfsfólks verktakafyrirtækisins Munck sem vinnur að byggingu flugvallarins í höfuðborginni.

Vinnubúðir starfsmanna Munck höfðu áður verið settar í sóttkví og nú hefur verið tilkynnt að þær reglur verði framlengdar til 2. júlí.

Ekki hafi greinst fleiri smit meðal starfsfólks fyrirtækinu, utan þeirra tveggja sem greindust í fyrradag. Auk starfsmannanna tveggja greindust þrír til viðbótar í höfuðborginni í fyrradag. 

Alls hafa 49 manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Níu eru nú í einangrun og er einn á gjörgæslu.


Tengdar fréttir

Tveir til við­bótar smitaðir á Græn­landi

Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×