Erlent

Tveir til við­bótar smitaðir á Græn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir sem smitast hafa á Grænlandi síðustu vikurnar hafa verið starfsmenn verktakafyrirtækisins Munck.
Þeir sem smitast hafa á Grænlandi síðustu vikurnar hafa verið starfsmenn verktakafyrirtækisins Munck. Getty

Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk.

Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi, segist undrandi á að ekki enn hafi tekist að stöðva útbreiðslu veirunnar meðal starfsmanna fyrirtækisins. 

Þær aðgerðir sem áður hafi verið gripið til – hólfaskipting meðal starfsmanna, aukin áhersla á persónulegar sóttvarnir og tveggja metra regla – hafi átt að duga til að stöðva útbreiðsluna. Þá hafi sömuleiðis svæðið allt verið sett í sóttkví.

Hansen segir að stefnt hafi verið að því að aflétta takmörkunum á svæðinu í þessari viku, en vegna hinna nýju smita sé það ekki mögulegt.

Alls hafa 44 greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins.


Tengdar fréttir

Þrír greindust í Nuuk í gær

Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×