Íslenski boltinn

Sjáðu Kjartan Henry stela marki af liðsfélaga sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason sést hér búinn að sparka boltanum inn á marklínunni.
Kjartan Henry Finnbogason sést hér búinn að sparka boltanum inn á marklínunni. Vísir/Hulda Margrét

KR sótti þrjú stig í Efra-Breiðholtið í gær en 2-0 sigur liðsins á Leikni kom Vesturbæingum upp í fimmta sæti Pepsi Max deildar karla og upp fyrir Leiknismenn.

Mörk KR-inga í leiknum skoruðu þeir Pálmi Rafn Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason í sitthvorum hálfleiknum.

Kjartan Henry skoraði seinna markið á 50. mínútu en þetta var hans annað mark í Pepsi Max deildinni í sumar.

Það er þó ekkert hægt að fara framhjá því að þar stal hann marki af liðsfélaga sínum Kristjáni Flóka Finnbogasyni.

Kristján Flóki var þá búinn að lyfta boltanum skemmtilega yfir markvörð Leiknismanna en áður en boltinn fór yfir línuna þá kom Kjartan Henry og sparkaði honum í markið.

Dómari leiksins taldi að boltinn hafi ekki verið kominn yfir línuna og skráði því markið á Kjartan Henry.

Kristján Flóki á því enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir KR í sumar.

Það má sjá mörk bæði mörk KR-inga í gær hér fyrir neðan.

Klippa: Mörk KR á móti LeikniFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.