Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Andri Gíslason skrifar 14. júní 2021 22:04 Rúnar og lögregluvarðstjórinn Pétur léttir og ljúfir. vísir/hulda Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira