Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2021 15:39 Eiður Smári á blaðamannafundi í desember þegar nýtt þjálfarateymi A-landsliðsins var kynnt til leiks. Eiður Smári og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, spiluðu saman á sínum tíma hjá Bolton á Englandi. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45
Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00