Fótbolti

Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen ásamt Arnari Þór Viðarssyni, þjálfara íslenska landsliðsins.
Eiður Smári Guðjohnsen ásamt Arnari Þór Viðarssyni, þjálfara íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM

Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum.

Frá þessu er greint á mbl.is, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eiður hefur komist í klandur utan vallar.

Fyrr í vetur átti sér stað atvik þar sem að Eiður virtist ölvaður í útsendingu í þættinum Vellinum á Síminn Sport. Mikið var fjallað um það mál á samfélagsmiðlum og nú hefur Eiður aftur ratað í svipaða umræðu.

Eiður Smári er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, en nú hefur hann einungis tvo kosti hjá Knattspyrnusambandinu samkvæmt heimildum mbl.is. Annað hvort fer hann í meðferð, eða missir starfið sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.