Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 20:30 Vladímír Pútín er forseti Rússlands. Mikhail Svetlov/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012. Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012.
Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira