Erlent

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leiðtogar G7 ríkjanna samþykktu fyrr í dag að fara í uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína.
Leiðtogar G7 ríkjanna samþykktu fyrr í dag að fara í uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína. EPA-EFE/Hollie Adams

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Fundurinn fer fram í Bretlandi og stendur yfir þar til annað kvöld. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Bandaríkin hafa sakað kínversk stjórnvöld um mannréttindabrot í Xinjiang héraðinu í Kína. Þaðan hafa borist fregnir um að Úígúrum, og öðrum minnihlutahópum, sé smalað í þrælkunarbúðir þar sem ástandið er hræðilegt og að konur séu látnar undirgangast ófrjósemisaðgerðir.

Kína hefur farið stórum í uppbyggingu í þróunarríkjum. Yfirvöld í Peking hafa varið milljörðum dollara í uppbyggingu um allan heim og segja gagnrýnendur að verkefni Kína, Belt-and-Road, hafi stórskuldsett fátækari þjóðir og þær geti ekki greitt skuldirnar.

Leiðtogar G7 munu einnig skrifa undir einhvers konar sáttmála um að stöðva mögulega heimsfaraldra í framtíðinni. Meðal þess sem í því felst er áætlun um að stytta tímann sem það tekur að þróa bóluefni og meðferðir fyrir Covid-19. Markmiðið er að hægt verði að þróa slík úrræði á undir 100 dögum.


Tengdar fréttir

Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta

Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna.

Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni

„Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.