Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 09:56 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, (t.v.) og Joe Biden Bandaríkjaforseti (t.h.) hafa samtals lofað fleiri en 600 milljónum skammta af bóluefni til snauðari þjóða. AP/Toby Melville Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54
Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02
Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52