Erlent

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsetahjónin Joe og Jill Biden lentu á Englandi í gær.
Forsetahjónin Joe og Jill Biden lentu á Englandi í gær. epa/Neil Hall

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Þeir ætla að ræða nýjan Atlantshafssamning, þar sem fjalla á um umhverfis- og öryggismál meðal annars. 

Biden mun einnig hitta Elísabetu Englandsdrottningu, mæta á fund G7 ríkjanna og sækja leiðtogafund Nató. 

Að síðustu mun hann funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Genf í Sviss. 

Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu hyggst forsetinn ræða mörg mikilvæg mál við Pútín; meðal annars aðgerðir Rússa í Úkraínu, netárásir og fangelsun stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny.

Biden hefur hótað Rússum hörðum viðbrögðum ef þeir sýna af sér „skaðvænlega hegðun“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.