Sjónarspilið verður sífellt minna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 19:08 vísir/vilhelm Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57