Innlent

Hraun­fossar og kraumandi hraun í ó­trú­legum loft­myndum af gosinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mikilfenglegur gígurinn, séður úr lofti fyrr í dag.
Mikilfenglegur gígurinn, séður úr lofti fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum.

Svæðið tekur sífelldum breytingum eftir því sem hraun þekur meira svæði og nýjar gossprungur hafa opnast.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum í dag og tók fallegar drónamyndir af hrauninu í gosinu þar sem það kraumaði og flæddi niður nýstorknaðar hraunhlíðar.

Þar má meðal annars sjá hraunspýjur skjótast upp úr gígnum og myndarlega hraunfossa finna sér farveg niður hlíðarnar á gosstöðvunum.

Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.