Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 11:15 Drengur gengur fram hjá veggmynd af Daniel Ortega forseta í höfuðborginni Managva. Vísir/EPA Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva. Níkaragva Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva.
Níkaragva Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira