Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka? Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. júní 2021 06:43 Nokkur eldsneytisskortur skapaðist vegna netárásarinnar. epa/Erik S. Lesser Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna. Tölvuþrjótarnir réðust á tölvukerfi línunnar þannig að hún varð óvirk, sem leiddi til þess að illa gekk að dreifa eldsneyti í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Á endanum var ákveðið að borga þrjótunum rúmar fjórar milljónir dollara en talið er að hakkarahópurinn DarkSide hafi staðið að baki árásinni. Sá hópur er staðsettur í Austur-Evrópu og fengu þeir borgað í Bitcoin fyrir að opna línuna á ný. Nú segjast bandarísk yfirvöld hafa náð megninu af lausnargjaldinu til baka, en ekki er útskýrt hvernig það var gert. Þetta hefur orðið til þess að virði Bitcoin rafmyntarinnar hefur minnkað, að sögn BBC. Sérfræðingur BBC í tölvuglæpum segir að svo virðist sem dómsmálaráðuneytinu hafi einfaldlega tekist að stela lausnargjaldinu til baka af tölvuþrjótunum og væri það þá sennilega í fyrsta sinn sem slíkt gerist, svo vitað sé. Rafmyntir Bandaríkin Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Sjá meira
Tölvuþrjótarnir réðust á tölvukerfi línunnar þannig að hún varð óvirk, sem leiddi til þess að illa gekk að dreifa eldsneyti í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Á endanum var ákveðið að borga þrjótunum rúmar fjórar milljónir dollara en talið er að hakkarahópurinn DarkSide hafi staðið að baki árásinni. Sá hópur er staðsettur í Austur-Evrópu og fengu þeir borgað í Bitcoin fyrir að opna línuna á ný. Nú segjast bandarísk yfirvöld hafa náð megninu af lausnargjaldinu til baka, en ekki er útskýrt hvernig það var gert. Þetta hefur orðið til þess að virði Bitcoin rafmyntarinnar hefur minnkað, að sögn BBC. Sérfræðingur BBC í tölvuglæpum segir að svo virðist sem dómsmálaráðuneytinu hafi einfaldlega tekist að stela lausnargjaldinu til baka af tölvuþrjótunum og væri það þá sennilega í fyrsta sinn sem slíkt gerist, svo vitað sé.
Rafmyntir Bandaríkin Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“