Erlent

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nokkur eldsneytisskortur skapaðist vegna netárásarinnar.
Nokkur eldsneytisskortur skapaðist vegna netárásarinnar. epa/Erik S. Lesser

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Tölvuþrjótarnir réðust á tölvukerfi línunnar þannig að hún varð óvirk, sem leiddi til þess að illa gekk að dreifa eldsneyti í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. 

Á endanum var ákveðið að borga þrjótunum rúmar fjórar milljónir dollara en talið er að hakkarahópurinn DarkSide hafi staðið að baki árásinni. Sá hópur er staðsettur í Austur-Evrópu og fengu þeir borgað í Bitcoin fyrir að opna línuna á ný. 

Nú segjast bandarísk yfirvöld hafa náð megninu af lausnargjaldinu til baka, en ekki er útskýrt hvernig það var gert. Þetta hefur orðið til þess að virði Bitcoin rafmyntarinnar hefur minnkað, að sögn BBC. 

Sérfræðingur BBC í tölvuglæpum segir að svo virðist sem dómsmálaráðuneytinu hafi einfaldlega tekist að stela lausnargjaldinu til baka af tölvuþrjótunum og væri það þá sennilega í fyrsta sinn sem slíkt gerist, svo vitað sé.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.