Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 09:53 Kim Jong-un freistar þess að stjórna því hvaða upplýsingar íbúar landsins hafa aðgang að, ekki síst til að tryggja eigin stöðu. AP „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ Þannig lýsir Yoon Mi-so því þegar hún sá mann tekinn af lífi í fyrsta sinn. Hún var ellefu ára og maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að hafa verið með suðurkóreskt drama í fórum sínum. Allir íbúar í nágrenninu voru neyddir til að horfa á aftökuna. Ef þú gerðir það ekki, áttir þú það á hættu að verða handtekinn fyrir landráð, útskýrir Yoon. Norðurkóresku hermennirnir vildu gera öllum ljóst hver viðurlögin væru við því að eiga ólöglegt erlent efni. „Þeir komu honum fyrir upp við staur og bundu hann og skutu hann svo.“ „Hættulegt eitur“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa lagt mikið upp úr því að haga allri miðlun með þeim hætti að íbúar landsins fái aðeins þær upplýsingar sem þau vilja koma á framfæri. Þau stýra netnotkun, það eru engir samfélagsmiðlar og aðeins örfáir fréttamiðlar sem stýrt er af ríkinu. Og nú hafa verið kynnt til sögunnar ný lög sem kveða á um að allir þeir sem gripnir eru með mikið magn sjónvarpsefnis frá Suður-Kóreu, Japan eða Bandaríkjunum séu dæmdir til dauða. Þeir sem verða uppvísir að því að hafa horft á slíkt efni eiga yfir höfði sér 15 ára vist í þrælkunarbúðum. Norðurkóresk stjórnvöld eru sögð óttast ólgu innanlands en ástandið er sagt sérstaklega slæmt um þessar mundir og margir svelta.epa Leiðtoginn Kim Jong-un hefur einnig lýst því yfir að utanaðkomandi áhrif á borð við erlend tungumál og tísku séu „hættulegt eitur“ og segir þörf á því að taka á and-sósíalískri hegðun ungs fólks. Daily NK, netmiðill sem starfræktur er í Seúl, segir þrjá táninga hafa verið senda í „endurmenntunarbúðir“ fyrir að hafa látið klippa hár sitt til að herma eftir poppstjörnum og vera í buxum sem ná ekki niður fyrir ökkla. BBC segist þó ekki hafa getað staðfest sannleiksgildi fréttarinnar. Freista þess að temja unga fólkið Sérfræðingar segja lögin enn eitt skrefið í áttina að því að takmarka algjörlega þær upplýsingar sem íbúar Norður-Kóreu fá utan frá, ekki síst vegna þess ófremdarástands sem ríki innanlands. Talið er að milljónir séu hungraðar og Kim er sagður vilja tryggja að íbúar nærist frekar á áróðri stjórnvalda en innsýn inn í það hvernig lífið er annars staðar. Ritstjóri Daily NK segir í samtali við BBC að í nýju lögunum sé lögð áhersla á gagnkvæmt eftirlit borgara; þannig sé kveðið á um að ef starfsmaður er gripinn megi einnig refsa yfirmanni hans og að refsa megi foreldrum fyrir brot barna þeirra. Lee Sang Yong segir lögunum ætlað að „sundra“ draumum og hrifningu yngra fólks af lífinu sunnan landamæranna. Stjórnvöld hafi komst að þeirri niðurstöðu að erlend áhrif gætu leitt til uppreisnar. Samkvæmt heimildarmönnum BBC hefur erlent efni verið bannað um margra ára skeið en það hefur ekki komið í veg fyrir að það hafi farið í dreifingu. Íbúar hafa leitað leiða til að deila því hættulaust, meðal annars á dulkóðuðum USB-lyklum. Einn segir viðurlög hafa verið hert eftir að herinn gerði 20 þúsund diska upptæka í háskóla árið 2002. „Þetta var einn háskóli. Getur þú ímyndað þér hvað diskarnir voru margir út um allt land? Stjórnvöld voru í sjokki.“ BBC fjallar ítarlega um málið. Norður-Kórea Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Þannig lýsir Yoon Mi-so því þegar hún sá mann tekinn af lífi í fyrsta sinn. Hún var ellefu ára og maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að hafa verið með suðurkóreskt drama í fórum sínum. Allir íbúar í nágrenninu voru neyddir til að horfa á aftökuna. Ef þú gerðir það ekki, áttir þú það á hættu að verða handtekinn fyrir landráð, útskýrir Yoon. Norðurkóresku hermennirnir vildu gera öllum ljóst hver viðurlögin væru við því að eiga ólöglegt erlent efni. „Þeir komu honum fyrir upp við staur og bundu hann og skutu hann svo.“ „Hættulegt eitur“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa lagt mikið upp úr því að haga allri miðlun með þeim hætti að íbúar landsins fái aðeins þær upplýsingar sem þau vilja koma á framfæri. Þau stýra netnotkun, það eru engir samfélagsmiðlar og aðeins örfáir fréttamiðlar sem stýrt er af ríkinu. Og nú hafa verið kynnt til sögunnar ný lög sem kveða á um að allir þeir sem gripnir eru með mikið magn sjónvarpsefnis frá Suður-Kóreu, Japan eða Bandaríkjunum séu dæmdir til dauða. Þeir sem verða uppvísir að því að hafa horft á slíkt efni eiga yfir höfði sér 15 ára vist í þrælkunarbúðum. Norðurkóresk stjórnvöld eru sögð óttast ólgu innanlands en ástandið er sagt sérstaklega slæmt um þessar mundir og margir svelta.epa Leiðtoginn Kim Jong-un hefur einnig lýst því yfir að utanaðkomandi áhrif á borð við erlend tungumál og tísku séu „hættulegt eitur“ og segir þörf á því að taka á and-sósíalískri hegðun ungs fólks. Daily NK, netmiðill sem starfræktur er í Seúl, segir þrjá táninga hafa verið senda í „endurmenntunarbúðir“ fyrir að hafa látið klippa hár sitt til að herma eftir poppstjörnum og vera í buxum sem ná ekki niður fyrir ökkla. BBC segist þó ekki hafa getað staðfest sannleiksgildi fréttarinnar. Freista þess að temja unga fólkið Sérfræðingar segja lögin enn eitt skrefið í áttina að því að takmarka algjörlega þær upplýsingar sem íbúar Norður-Kóreu fá utan frá, ekki síst vegna þess ófremdarástands sem ríki innanlands. Talið er að milljónir séu hungraðar og Kim er sagður vilja tryggja að íbúar nærist frekar á áróðri stjórnvalda en innsýn inn í það hvernig lífið er annars staðar. Ritstjóri Daily NK segir í samtali við BBC að í nýju lögunum sé lögð áhersla á gagnkvæmt eftirlit borgara; þannig sé kveðið á um að ef starfsmaður er gripinn megi einnig refsa yfirmanni hans og að refsa megi foreldrum fyrir brot barna þeirra. Lee Sang Yong segir lögunum ætlað að „sundra“ draumum og hrifningu yngra fólks af lífinu sunnan landamæranna. Stjórnvöld hafi komst að þeirri niðurstöðu að erlend áhrif gætu leitt til uppreisnar. Samkvæmt heimildarmönnum BBC hefur erlent efni verið bannað um margra ára skeið en það hefur ekki komið í veg fyrir að það hafi farið í dreifingu. Íbúar hafa leitað leiða til að deila því hættulaust, meðal annars á dulkóðuðum USB-lyklum. Einn segir viðurlög hafa verið hert eftir að herinn gerði 20 þúsund diska upptæka í háskóla árið 2002. „Þetta var einn háskóli. Getur þú ímyndað þér hvað diskarnir voru margir út um allt land? Stjórnvöld voru í sjokki.“ BBC fjallar ítarlega um málið.
Norður-Kórea Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent