Erlent

Fleiri en 130 drepnir í árás vígamanna á þorp í Búrkína Fasó

Kjartan Kjartansson skrifar
Hermaður vaktar götu í Búrkína Fasó. Vopnaðar sveitir öfgamanna standa fyrir árásum og mannránum í landinu og mörgum nágrannaríkjum þess.
Hermaður vaktar götu í Búrkína Fasó. Vopnaðar sveitir öfgamanna standa fyrir árásum og mannránum í landinu og mörgum nágrannaríkjum þess. Vísir/EPA

Vopnaðir menn drápu fleiri en 130 manns í árás á þorpið Solhan í norðanverðri Búrkína Fasó í nótt. Þeir brenndu heimili fólks og markað þorpsins en ríkisstjórn landsins segir árásina þá verstu um árabil.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en íslamskir uppreisnarmenn hafa farið mikinn í landinu, sérstaklega í landamærahéruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggissveitir ríkisstjórnarinnar leita nú að vígamönnunum.

Helgin hefur verið blóðug í Búrkína Fasó því fjórtán manns voru drepnir í þorpinu Tadayrat, um 150 kílómetra norður af Solhan, á föstudagskvöld. Í síðasta mánuði voru þrjátíu manns drepnir í árásum í austanverðu landinu.

António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi árásina á Solhan. Hún sýndi að aðildarríki SÞ þyrftu að leggja aukna áherslu á að uppræta ofbeldisfulla öfgahyggju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×