Erlent

Vís­bendingar um tengsl milli bólu­efnis Pfizer og hjarta­vöðva­bólgu

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 275 tilfelli hjartavöðvabólgu verið skráð í Ísrael frá desember 2020 til maímanaðar 2021. Um fimm milljónir hafa á þeim tíma verið bólusettir í landinu.
Alls hafa 275 tilfelli hjartavöðvabólgu verið skráð í Ísrael frá desember 2020 til maímanaðar 2021. Um fimm milljónir hafa á þeim tíma verið bólusettir í landinu. EPA

Heilbrigðisráðuneyti Ísraels hefur greint frá því að vísindamenn þar í landi hafi séð nokkur tilfelli hjartavöðvabólgu meðal ungra karlmanna sem hafa fengið bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni og að tengsl kunni að vera þar á milli.

Reuters segir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Pfizer segir að fyrirtækinu sé kunnugt um rannsóknir ísraelsku vísindamannanna, en að ekki sé búið að sannreyna að um orsakasamband sé að ræða. Reglulega sé fundað um alvarleg tilvik sem upp koma.

Alls hafa 275 tilfelli hjartavöðvabólgu verið skráð í Ísrael frá desember 2020 til maímanaðar 2021. Um fimm milljónir hafa á þeim tíma verið bólusett í landinu.

Flestir þeirra sjúklinga sem glímdu hjartavöðvabólgu voru að hámarki fjóra daga á sjúkrahúsi vegna kvillans og í 95 prósent tilfella voru sjúkdómseinkennin skráð sem „væg“.

Ísraelska heilbrigðisráðuneytið segir að þrjú teymi vísindamanna hafi staðið að rannsókninni. Hún hafi leitt í ljós að það séu „líkleg tengsl“ milli þess að fá seinni skammt bóluefni Pfizer og hjartavöðvabólgu meðal karlmanna á aldrinum sextán til þrjátíu ára, og þá sér í lagi meðal þeirra í aldurshópnum sextán til nítján. Um fá tilfelli sé þó að ræða.

Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) mældi í síðasta mánuði með gerð frekari rannsókna á mögulegum tengslum hjartavöðvabólgu og mRNA-bóluefna, þar með talin bóluefni Pfizer og Moderna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.