Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 23:50 Joe Biden vill hækka útgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar á næsta ári til þess að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og styrkingu velferðarkerfisins. AP/Evan Vucci Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fjárlög Biden yrðu að hluta til fjármögnuð með 3,6 biljóna dollara skattahækkun á auðugustu einstaklingana og stærstu fyrirtæki landsins. New York Times segir að í þeim felist hækkun á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og erfðaskatti. Hæsta skattþrepið hækkaði úr 37% í 39,6% í lok þessa árs en það á við hjón með meira en 509.000 dollara, janvirði 61,8 milljóna íslenskra króna, í árstekjur og einstæðinga með meira en 452.000 dollara, jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir stórauknum framlögum í uppbygginga vegakerfisins, brúa, háhraðainternets og vatnsveitu. Fjárlögin gera ráð fyrir að innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kveður á um 2,3 biljóna dollara fjárfestingu yfir átta ára tímabil verði að veruleika, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vill Biden veita um 200 milljörðum dollara yfir tíu ára tímabil í að bjóða öllum þriggja og fjögurra ára gömlum börnum ókeypis leikskólavist og 109 milljarða dollara til að bjóða öllum landsmönnum upp á ókeypis háskólavist í tvö ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar lokaorðið um fjárlögin en það hefur þar til í september að ganga frá þeim. Demókrataflokkur Biden er með meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir tveir jafnmarga þingmenn. Demókratar fara þó með meirihlutann þar sem Kamala Harris varaforseti getur greitt úrslitaatkvæða ef atkvæði falla jöfn þar. Repúblikanar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við fjárlagatillögu Biden sem þeir segja allt og dýra og hækki skatta. Demókratar gætu þó samþykkt hluta tillögunnar án stuðnings repúblikana þar sem aðeins þarf einfaldan meirihluta fyrir frumvörpum sem varða útgjöld ríkisins. Undanfarin ár hefur þurft sextíu atkvæði til að samþykkja hefðbundin þingmál í öldungadeildinni þar sem flokkurinn sem er í minnihluta getur stöðvað flest mál með því að segjast ætla að beita málþófi.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira