Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 18:13 Tilgáta er um að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafði fyrst borist í menn í mögulegum leka á rannsóknarstofu Veirufræðistofnunar Wuhan veturinn 2019. Vísir/EPA Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug. Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira