Biden lætur rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2021 18:08 Joe Biden er sagður láta undan þrýstingi heima fyrir og á alþjóðavettvangi um að krefja Kínverja frekari svara um upptök kórónuveirufaraldursins. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast. Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira