Biden lætur rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2021 18:08 Joe Biden er sagður láta undan þrýstingi heima fyrir og á alþjóðavettvangi um að krefja Kínverja frekari svara um upptök kórónuveirufaraldursins. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast. Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Fram að þessu hafa veirufræðingar talið líklegast að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi stokkið úr dýrum í menn. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki verið samvinnuþýð í rannsókn á upptökunum sem hefur gefið samsæriskenningum um Kínverjar hafi þróað veiruna og sleppt henni viljandi lausri aukið andrými. Undanfarnar vikur hefur tilgáta um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknastofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan fyrir mistök eða vanrækslu þótt sennilegri í ljósi þess að ekki hefur enn tekist að finna náttúruleg upptök hennar, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu Biden í dag sagði hann að bandaríska leyniþjónustan aðhyllist nú tvær tilgátur um uppruna faraldursins: annars vegar að hún hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn og hins vegar að hún hafi sloppið út af tilraunastofunni í óhappi þar. Leyniþjónustustofnanirnar telji þó ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir til þess að skera úr um hvor þeirra sé sennilegri. Tvær leyniþjónustustofnanir af átján telji líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ein telji leka frá tilraunastofunni sennilegri skýringu. Engin þeirra hafi sterka sannfæringu fyrir því mati, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Fól Biden því bandarískum rannsóknarstofnum að aðstoða við rannsókn á uppruna faraldursins og hvatti hann Kínverja jafnframt til þess að vinna með alþjóðlegri rannsókn. Útilokaði forsetinn þó ekki að raunverulegur uppruni faraldursins verði mögulega alltaf hjúpaður leynd vegna þess að kínversk stjórnvöld neituðu að hleypa erlendum sérfræðingum til Wuhan á upphafsmánuðum faraldursins.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira