Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 08:52 Lögregluþjónar að störfum við heimili árásarmannsins. Slökkvilið var kallað þangað vegna elds á svipuðum tíma og hann hóf skothríð sína í vinnunni. AP/Noah Berger Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks. Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13
Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54