Íslenski boltinn

Gummi Ben: Þetta er bara ekki í lagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingurinn Helgi Guðjónsson undirbýr sig hér að skjóta boltanum í bláhornið á marki Fylkismanna.
Víkingurinn Helgi Guðjónsson undirbýr sig hér að skjóta boltanum í bláhornið á marki Fylkismanna. S2 Sport

Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni eru á því að Fylkismenn hafi ekki ekkert upp á Víkinga að klaga þrátt fyrir að hafa verið mjög ósáttir með mótherja sína í seinna marki Víkinga í gær.

Víkingar komust í 2-1 á móti Fylki í Pepsi Max deildinni í gær þegar Fylkismenn voru einum manni færri eftir að Dagur Dan Þórhallsson fór af velli eftir höfuðhögg. Fylkismenn héldu því fram að Víkingar hefðu átt að senda boltann út af vellinum til að leyfa skiptinguna.

Eins og sást í Pepsi Max Stúkunni þá sökuðu Fylkismenn Víkinga um að gera ekki það sem þeir gerðu ekki sjálfir.

Fylkismenn voru með boltann skömmu áður en Víkingar skora en reyndu þá sjálfir að skora í stað þess að hleypa sínum manni inn á völlinn.

„Fylkismenn urðu æfir yfir því að boltinn hafi ekki verið settur út fyrir. Fylkir hafði tækifæri til að setja boltann út fyrir. Getum við ekki sagt það,“ spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðingana sína.

„Fylkismenn hafa tækifæri eins og við sýndum í þessari klippu. Þeir eru með stjórn á boltanum en þetta bara ótrúlegur varnarleikur hjá Torfa. Fylkismenn gáfu sent boltann út af sjálfir og tekið skiptinguna. Mér finnst ekkert upp á Víkinga að klaga í þessu tilfelli. Þeir voru bara að spila leikinn áfram,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni.

„Fylkismenn héldu honum þarna aðeins og Djair fær boltann en ákveður að hlaupa á vörnina og reyna að skora mark. Víkingar gera síðan nákvæmlega það sama og fara upp og skora mark hinum megin,“ sagði Reynir.

Pepsi Max Stúkan setti aftur á móti stórt spurningarmerki við varnarleik Fylkismanna og þá sérstaklega hvað Torfi Tímoteus Gunnarsson var að gera.

„Takið eftir þessu. Hér er spilað framhjá Torfa og þetta er bara ekki í lagi. Ég hélt í alvörunni að það væri búið að flauta þarna og hann bara að skokka í átt að þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson.

Það má sjá yfirferð Pepsi Max Stúkunnar yfir þetta mark hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um annað mark Víkinga á móti Fylki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×