Íslenski boltinn

Sjáðu hornin hjá Val, sigur­mark í boði vara­manna KA og marka­veislu á Skaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-menn fagna sigurmarki sínu á móti Stjörnunni í Garðabænum í gær.
KA-menn fagna sigurmarki sínu á móti Stjörnunni í Garðabænum í gær. Vísir/Hulda Margrét

Valur, KA og Breiðablik sóttu öll þrjú stig á útivöll í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Varnarmennirnir Rasmus Steenberg Christiansen og Birkir Már Sævarsson skoruðu mörk Valsmanna í 2-1 sigri á nýliðum Keflavíkur en þau komu bæði úr hornspyrnu. Josep Arthur Gibbs skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Keflavík en það dugði ekki til að fá langþráð stig út úr leiknum.

Sigur Valsmanna þýðir að Íslandsmeistararnir eru með þriggja stiga forystu á toppnum, hafa unnið fimm af sex leikjum og eru enn taplausir.

Varamennirnir tryggðu KA 1-0 útisigur á botnliði Stjörnunnar. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Daníel Hafsteinssyni en sigurmarkið kom átta mínútum fyrir leikslok.

Gísli Eyjólfsson, Jason Daði Svanþórsson og Árni Vilhjálmsson skoruðu fyrir Blika í 3-2 sigri í markaleik á Skaganum en Viktor Jónsson og Steinar Þorsteinsson skoruðu mörk heimamanna. Blikar hafa þar með skorað sjö mörk og fengið sex stig út úr síðustu tveimur leikjum.

Hér fyrir neðan má mörkin úr leikjunum þremur.

Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Vals 24. maí 2021
Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA 24. maí 2021
Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks 24. maí 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×