„Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn“ Andri Gíslason skrifar 22. maí 2021 18:24 Rúnar var stoltur af sínum mönnum í dag. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó