Fékk ekki tækifæri til að þjálfa Gascoigne því Tottenham keypti hús handa foreldrum hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2021 07:00 Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United frá 1986 til 2013. EPA-EFE/PETER POWELL Sir Alex Ferguson viðurkenndi í skemmtilegu spjalli við Gary Neville að hann hefði mest viljað þjálfa Paul Gascoigne á sínum tíma. Þá ræddu þeir andrúmsloftið á Anfield. Hinn goðsagnakenndi fyrrum þjálfari Manchester United [og Aberdeen] var í viðtali hjá Neville fyrir vefmiðilinn LADbible. Var hann að svara spurningum sem höfðu verið sendar inn og var það aðallega ein sem vakti athygli Skotans. Hvaða leikmann hefði hann mest verið til í að þjálfa á sínum tíma en fékk aldrei tækifæri til. Hinn 79 ára gamli Ferguson þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Paul Gascoigne, engin spurning. Að mínu mati var hann besti enski leikmaðurinn síðan Bobby Charlton var upp á sitt besta. Hann var frábær leikmaður en því miður náðum við aldrei að festa kaup á honum.“ „Þegar ég horfi til baka tel ég að hann hafi gert stór mistök, hann viðurkenndi það nokkrum árum síðar. Við höfðum góða „Geordie“ [fólk frá Norð-Austur Englandi] tengingu í liðinu okkar. Bobby Charlton, Bryan Robson, Steve Bruce og meira að segja Gary Pallister frá Middlesbrough. Við vorum með fólk sem hefði séð um hann, sérstaklega Bryan Robson. Hann var frábær með leikmennina, eins og þú veist,“ sagði Ferguson en Gascoigne var ungur að árum er hann fór að glíma við bakkus og ýmis önnur vandamál. Paul Gascoigne í baráttunni við Paul Scholes í leik Everton og Manchester United.EPA/ROBIN PARKER Gascoigne er 53 ára gamall í dag og var af mörgum talinn besti leikmaður sinnar kynslóðar á Englandi. Hann ólst upp hjá Newcastle United og Ferguson sagði stórskemmtilega sögu af því þegar hann sá Gascoigne spila fyrst. Gazza - eins og hann var ávallt kallaður - klobbaði þá mótherja og klappaði honum á kollinn er hann hljóp framhjá honum og náði boltanum á nýjan leik. Ásamt því að vera frábær fótboltamaður þá var hann mikill skemmtikraftur. „Í hreinskilni sagt, hann var stórkostlegur. Ég sagði við Martin Edwards þegar við komum í rútuna að hann yrði að fjárfesta í honum. Ég vildi hringja í hann á mánudeginum en hann hafði þegar komist að samkomulagi við Tottenham. Hann var þó ekki búinn að skrifa undir og vildi á endanum koma til okkar en skipti svo um skoðun þegar Tottenham keypti hús handa móður hans og föður.“ „Martin Edwards var ekki týpan til að kaupa hús fyrir fjölskyldumeðlimi,“ sagði Ferguson þegar Neville spurði hvort hann hefði ekki verið til í að fjárfesta í húsi fyrir fjölskyldu Gascoigne. Gascoigne lék með Newcastle frá 1985-1988 og svo Tottenham frá 1988-1992. Þaðan fór hann til Lazio á Ítalíu, svo Rangers í Skotlandi og svo aftur heim til Middlesbrough og Everton áður en það fjaraði undan ferlinum. Alls lék hann 57 A-landsleiki fyrir England og skoraði 10 mörk. Aðspurður hvort það væru einhverjir leikmenn í dag sem hann hefði viljað þjálfað þá komu nokkrir í hugann. Þar á meðal Harry Kane, Dele Alli – sem Ferguson hélt að yrði toppleikmaður, Son Heung-min og Sergio Agüero voru nefndir. „Ég tel að toppliðin framleiði alltaf leikmenn sem geta staðið upp úr,“ bætti Skotinn við. Þetta ásamt umræðu þeirra Ferguson og Neville um Anfield má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi fyrrum þjálfari Manchester United [og Aberdeen] var í viðtali hjá Neville fyrir vefmiðilinn LADbible. Var hann að svara spurningum sem höfðu verið sendar inn og var það aðallega ein sem vakti athygli Skotans. Hvaða leikmann hefði hann mest verið til í að þjálfa á sínum tíma en fékk aldrei tækifæri til. Hinn 79 ára gamli Ferguson þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Paul Gascoigne, engin spurning. Að mínu mati var hann besti enski leikmaðurinn síðan Bobby Charlton var upp á sitt besta. Hann var frábær leikmaður en því miður náðum við aldrei að festa kaup á honum.“ „Þegar ég horfi til baka tel ég að hann hafi gert stór mistök, hann viðurkenndi það nokkrum árum síðar. Við höfðum góða „Geordie“ [fólk frá Norð-Austur Englandi] tengingu í liðinu okkar. Bobby Charlton, Bryan Robson, Steve Bruce og meira að segja Gary Pallister frá Middlesbrough. Við vorum með fólk sem hefði séð um hann, sérstaklega Bryan Robson. Hann var frábær með leikmennina, eins og þú veist,“ sagði Ferguson en Gascoigne var ungur að árum er hann fór að glíma við bakkus og ýmis önnur vandamál. Paul Gascoigne í baráttunni við Paul Scholes í leik Everton og Manchester United.EPA/ROBIN PARKER Gascoigne er 53 ára gamall í dag og var af mörgum talinn besti leikmaður sinnar kynslóðar á Englandi. Hann ólst upp hjá Newcastle United og Ferguson sagði stórskemmtilega sögu af því þegar hann sá Gascoigne spila fyrst. Gazza - eins og hann var ávallt kallaður - klobbaði þá mótherja og klappaði honum á kollinn er hann hljóp framhjá honum og náði boltanum á nýjan leik. Ásamt því að vera frábær fótboltamaður þá var hann mikill skemmtikraftur. „Í hreinskilni sagt, hann var stórkostlegur. Ég sagði við Martin Edwards þegar við komum í rútuna að hann yrði að fjárfesta í honum. Ég vildi hringja í hann á mánudeginum en hann hafði þegar komist að samkomulagi við Tottenham. Hann var þó ekki búinn að skrifa undir og vildi á endanum koma til okkar en skipti svo um skoðun þegar Tottenham keypti hús handa móður hans og föður.“ „Martin Edwards var ekki týpan til að kaupa hús fyrir fjölskyldumeðlimi,“ sagði Ferguson þegar Neville spurði hvort hann hefði ekki verið til í að fjárfesta í húsi fyrir fjölskyldu Gascoigne. Gascoigne lék með Newcastle frá 1985-1988 og svo Tottenham frá 1988-1992. Þaðan fór hann til Lazio á Ítalíu, svo Rangers í Skotlandi og svo aftur heim til Middlesbrough og Everton áður en það fjaraði undan ferlinum. Alls lék hann 57 A-landsleiki fyrir England og skoraði 10 mörk. Aðspurður hvort það væru einhverjir leikmenn í dag sem hann hefði viljað þjálfað þá komu nokkrir í hugann. Þar á meðal Harry Kane, Dele Alli – sem Ferguson hélt að yrði toppleikmaður, Son Heung-min og Sergio Agüero voru nefndir. „Ég tel að toppliðin framleiði alltaf leikmenn sem geta staðið upp úr,“ bætti Skotinn við. Þetta ásamt umræðu þeirra Ferguson og Neville um Anfield má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira