Erlent

Vopna­hlé hefur tekið gildi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þrátt fyrir að búið væri að semja hélt sprengjuregnið áfram alveg þangað til samningurinn tók gildi.
Þrátt fyrir að búið væri að semja hélt sprengjuregnið áfram alveg þangað til samningurinn tók gildi. AP/Hatem Moussa

Vopna­hlés­samningur milli Ísraels­manna og Hamas-sam­takanna tók gildi nú klukkan 23 á ís­lenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkis­stjórn Ísraels hefði á­kveðið að ganga að samningnum en ó­ljóst var hve­nær hann myndi taka gildi.

Ellefu dögum af linnu­lausum loft­á­rásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir í­búar Gasa­svæðisins komu ó­um­deilan­lega verst út úr á­tökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínu­menn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan að­eins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn.

Síðan á­tökin hófust hefur verið þrýst á Ísraels­menn að leita leiða til að koma aftur á vopna­hléi við Hamas-sam­tökin. Í gær átti Joe Biden Banda­ríkja­for­seta síðan sím­tal við Benja­mín Netanja­hú, for­sætis­ráð­herra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopna­hléi yrði komið á.

Skutu eldflaugum í allt kvöld

Í kjöl­farið af sím­talinu gaf Netanja­hú hins vegar út yfir­lýsingu um að hann myndi gefa í á­rásirnar.

Í dag kallaði hann þó ríkis­stjórn sína saman til að funda um vopna­hlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkis­stjórnin hefði sam­þykkt að ganga að vopna­hlés­samningi, sem varð til fyrir til­stilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sex­tíu milljörðum króna í endur­upp­byggingu á Gasa­svæðinu.

Hins vegar tók ríkis­stjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið á­kveðið hve­nær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðar­tíma. 

Bæði Ísraels­her og Hamas-sam­tökin hafa skotið eld­flaugum síðan samningurinn var til­kynntur en hættu auð­vitað um leið og samningurinn tók gildi.

Hvað næst?

Haldi vopna­hléið er ó­ljóst hvað tekur við. Sam­skipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni.

Banda­ríkja­for­seti sendi frá sér á­varp í kjöl­far frétta af vopna­hlés­samningnum þar sem hann boðaði að­stoð Banda­ríkjanna og fleiri ríkja við upp­byggingu á Gasa­svæðinu eftir sprengju­á­rásir Ísraels­manna.


Tengdar fréttir

Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim

Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×