Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 10:03 Þessi mynd var tekin um borð í tundurspillinum USS Curtis Wilbur í Suður-Kínahafi í morgun. Tundurspillirinn er af gerðinni Arleigh Burke. Sjöundi floti Bandaríkjann Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. Forsvarsmenn hers Kína sögðu siglingarnar vera ólöglegar og herinn hefði fylgt tundurspillinum USS Curtis Wilbur eftir þegar því var siglt við Paracel-eyjar og rekið það á brott. Þar að auki sögðu Kínverjar að siglingin væri ófagmannleg og óábyrg og hét herinn því að verja fullveldi Kína og tryggja frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, miðað við það sem haft er eftir hernum í frétt AP fréttaveitunnar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Kínverjar gera einnig tilkall til Taívans og hafa verið að beita ríkið sífellt meiri þrýstingi að undanförnu og eru í raun sagðir beita Taívan óhefðbundnum hernaði. Forsvarsmenn sjöunda flota Bandaríkjanna, sem USS Curtis Wilbur tilheyrir, birtu í morgun langt svar við yfirlýsingu Kínverja þar sem segir að sigling tundurspillisins hafi verið í takt við alþjóðalög. Það séu hafsvæðiskröfur Kína sem séu ólöglegar og þær ógni frelsi hafsins, siglingum, viðskiptum og öðrum þjóðum við Suður-Kínahaf. Þar segir að Kína, Taívan og Víetnam geri tilkall til Paracel-eyja og allir krefjist þess að þeir séu beiðnir um leyfi eða séu látnir vita af siglingum herskipa um svæðið. Það sé ekki í samræmi við alþjóðalög þar sem hverjum er frjálst að sigla friðsamlega um heimsins höf. Jafnvel herskipum. Þá þvertaka forsvarsmenn flotans fyrir að USS Curtis Wilbur hafi verið rekið á brott af Kínverjum. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Forsvarsmenn hers Kína sögðu siglingarnar vera ólöglegar og herinn hefði fylgt tundurspillinum USS Curtis Wilbur eftir þegar því var siglt við Paracel-eyjar og rekið það á brott. Þar að auki sögðu Kínverjar að siglingin væri ófagmannleg og óábyrg og hét herinn því að verja fullveldi Kína og tryggja frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, miðað við það sem haft er eftir hernum í frétt AP fréttaveitunnar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Kínverjar gera einnig tilkall til Taívans og hafa verið að beita ríkið sífellt meiri þrýstingi að undanförnu og eru í raun sagðir beita Taívan óhefðbundnum hernaði. Forsvarsmenn sjöunda flota Bandaríkjanna, sem USS Curtis Wilbur tilheyrir, birtu í morgun langt svar við yfirlýsingu Kínverja þar sem segir að sigling tundurspillisins hafi verið í takt við alþjóðalög. Það séu hafsvæðiskröfur Kína sem séu ólöglegar og þær ógni frelsi hafsins, siglingum, viðskiptum og öðrum þjóðum við Suður-Kínahaf. Þar segir að Kína, Taívan og Víetnam geri tilkall til Paracel-eyja og allir krefjist þess að þeir séu beiðnir um leyfi eða séu látnir vita af siglingum herskipa um svæðið. Það sé ekki í samræmi við alþjóðalög þar sem hverjum er frjálst að sigla friðsamlega um heimsins höf. Jafnvel herskipum. Þá þvertaka forsvarsmenn flotans fyrir að USS Curtis Wilbur hafi verið rekið á brott af Kínverjum.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30
Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07
Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18
Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29