Erlent

Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina. getty/kobi wolf/bloomberg

Benja­mín Netanja­hú, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við á­kalli Banda­ríkja­for­seta Joe Bidens um að draga veru­lega úr loft­á­rásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir sam­tal þeirra í dag að hann myndi gefa í á­rásirnar.

Hörð um­mæli Netanja­hús marka fyrsta skiptið þar sem yfir­lýsingar og stefna Banda­ríkjanna og Ísraels­manna í málinu stangast á.

Hvíta húsið sendi frá sér yfir­lýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanja­hú í sím­tali að hann byggist við að Ísraels­menn myndu draga veru­lega úr loft­á­rásum sínum á Palestínu­menn á næstu dögum. Stuttu eftir að til­kynningin var send út gaf Netanja­hú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðar­að­gerðir á svæðinu.

Al­þjóð­legur þrýstingur hefur aukist veru­lega á Ísrael undan­farna daga, sam­hliða fregnum af miklu mann­falli meðal al­mennra borgara á Gasa og sömu­leiðis miklu eigna­tjóni.

Vísbendingar um vopnahlé

Netanja­hú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopna­hlé væri til um­ræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að við­ræður um vopna­hlé séu í gangi og menn jafn­vel að þokast í átt að sam­komu­lagi.

New York Times greindi frá því í dag að hátt­settur liðs­maður Hamas byggist við vopna­hlés­samningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir em­bættis­menn búist ekki við því að loft­á­rásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstu­dag. 

Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstu­dag í sam­hengi við vopnahlé.

Eldflaugum skotið frá Líbanon

Linnu­lausar loft­á­rásir Ísraels­hers á Palestínu­menn hélt á­fram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, sam­kvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínu­menn hafa látist síðan á­rásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir.

Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loft­á­rásum Hamas-sam­takanna, þar af tvö börn.

Eld­flaugum var þá skotið inn í norður­hluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig á­byrgan fyrir árás en hryðju­verka­sam­tökin Hez­bollah, sem hafa áður strítt við Ísraels­menn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fá­mennar fylkingar Palestínu­manna stað­settar í suður­hluta Líbanon.

Ísraels­her svaraði í sömu mynt með loft­á­rásum á Líbanon í dag en ekkert mann­fall varð í þessum á­rásum og hefur enginn slasast.


Tengdar fréttir

Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi

Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun.

Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×