Eldflaugaárásum svarað með einum hörðustu loftárásunum til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 11:59 Ísraelskir hermenn nærri landamærunum að Gasaströndinni í gær. Um tvö hundruð manns hafa nú látist á Gasa í loftárásum Ísraela. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogi vopnaðrar sveitar Palestínumanna er sagður hafa fallið í hörðum loftárásum Ísraela á Gasaströndina í nótt. Ísraelar segja árásirnar hafa beinst að leiðtogum Hamassamtakanna eftir að vopnaðar sveitir Palestínumanna skutu eldflaugum að borgum í sunnanverðu Ísrael. Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04