Betri byrjun Víkinga í ár en í tveimur síðustu Íslandsmeistaratitlum félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 10:30 Kári Árnason og félagar í Víkingsliðinu eru að byrja Pepsi Max deildina frábærlega í sumar. Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en það gerðist síðast hjá félaginu fyrir þrjátíu árum síðan. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar unnu 3-0 sigur á meistarefnum Blika í Víkinni í gærkvöldi og höfðu einnig unnið Keflavík og Stjörnuna í fyrstu umferðunum auk jafnteflis á móti Skagamönnum þar sem Víkingsliðið fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútu leiksins. Víkingar sitja í toppsæti Pepsi Max deildar karla með 10 stig en FH, KA og Valur spila öll í kvöld og geta náð þeim að stigum. Sögubækurnar sýna að svona byrjun er allt annað en daglegt brauð í Fossvoginum. Síðustu Íslandsmeistaratitlar Víkinga voru sumurin 1991 og 1982. Á þessum tímabilum byrjuðu Víkingar þó ekki eins vel og þeir hafa gert í ár. Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu] Víkingar unnu „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum 1991 og aðeins einn af fjórum fyrstu þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst sumarið 1982. Við þurfum því að fara alla leið aftur til ársins 1981 til að finna aðra eins byrjun hjá Víkingum í efstu deild og þá hafði félagið aðsetur í Hæðargarðinum en ekki niðri í Vík. Víkingar voru nefnilega líka taplausir og með þrjár sigra eftir fjóra fyrstu leiki sína sumarið 1981. Markatala liðsins var þá 8-3. Markatala Víkinga í sumar er sú sama. Víkingar enduðu á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið 1981 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í 57 ár eða síðan 1924. Þetta er líka stigamet hjá Víkingsliðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir fengu aðeins sjö stig í fyrstu fjórum leikjunum sumarið 1981 því þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna. Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar unnu 3-0 sigur á meistarefnum Blika í Víkinni í gærkvöldi og höfðu einnig unnið Keflavík og Stjörnuna í fyrstu umferðunum auk jafnteflis á móti Skagamönnum þar sem Víkingsliðið fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútu leiksins. Víkingar sitja í toppsæti Pepsi Max deildar karla með 10 stig en FH, KA og Valur spila öll í kvöld og geta náð þeim að stigum. Sögubækurnar sýna að svona byrjun er allt annað en daglegt brauð í Fossvoginum. Síðustu Íslandsmeistaratitlar Víkinga voru sumurin 1991 og 1982. Á þessum tímabilum byrjuðu Víkingar þó ekki eins vel og þeir hafa gert í ár. Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu] Víkingar unnu „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum 1991 og aðeins einn af fjórum fyrstu þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst sumarið 1982. Við þurfum því að fara alla leið aftur til ársins 1981 til að finna aðra eins byrjun hjá Víkingum í efstu deild og þá hafði félagið aðsetur í Hæðargarðinum en ekki niðri í Vík. Víkingar voru nefnilega líka taplausir og með þrjár sigra eftir fjóra fyrstu leiki sína sumarið 1981. Markatala liðsins var þá 8-3. Markatala Víkinga í sumar er sú sama. Víkingar enduðu á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið 1981 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í 57 ár eða síðan 1924. Þetta er líka stigamet hjá Víkingsliðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir fengu aðeins sjö stig í fyrstu fjórum leikjunum sumarið 1981 því þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna. Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991
Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu]
Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira