Íslenski boltinn

Agla María: Mjög ánægð hvernig þetta hefur byrjað hjá mér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Varnarmenn Þórs/KA réðu lítið við Öglu Maríu Albertsdóttur í dag.
Varnarmenn Þórs/KA réðu lítið við Öglu Maríu Albertsdóttur í dag. vísir/hulda margrét

Agla María Albertsdóttir var ánægð með hvernig Breiðablik svaraði fyrir sig eftir tapið fyrir ÍBV í síðustu umferð. Hún skoraði tvívegis þegar Íslandsmeistararnir unnu Þór/KA, 3-1, í dag.

„Það er geggjað að vera komnar aftur á sigurbraut og nauðsynlegt fyrir okkur, að sjá sjálfstraust og koma aftur til baka,“ sagði Agla María.

Hún viðurkennir að það hafi verið áfall að tapa fyrir Eyjakonum í síðustu umferð.

„Það má alveg segja það. Auðvitað vitum við að það er alltaf erfitt að fara til Eyja en við ætluðum við okkur að vinna leikinn. Það var svolítið sjokk að lenda 4-1 undir. Það er mjög langt síðan það gerðist síðast og ég man varla eftir því,“ sagði Agla María.

Hún kvaðst sátt með frammistöðu Blika gegn Akureyringum í dag.

„Mér fannst við spila mjög vel. Við fengum margar fyrirgjafir og kláruðum þær. Ég var mjög ánægð með þetta,“ sagði Agla María.

Landsliðskonan hefur skorað í öllum þremur leikjum Breiðabliks á tímabilinu, alls fjögur mörk.

„Ég er mjög ánægð hvernig þetta hefur byrjað hjá mér en aðalmálið er að vinna. Það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Agla María að endingu.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×