Svona braut Sindri tvö rifbein Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2021 09:47 Sindri Snær Magnússon var fluttur beint upp á sjúkrahús eftir að hafa legið á vellinum í korter með tvö brotin rifbein. Stöð 2 Sport Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. Nú er komið í ljós að Sindri braut tvö rifbein þegar hann fór í tæklingu gegn Herði Inga Gunnarssyni. Sindri Snær Magnússon braut 2 rifbein í leiknum gegn FH í gærkvöldi.Óskum Sindra góðan bata — ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 14, 2021 Sindri var bersýnilega þjáður og lá eftir á vellinum, og eftir að sjúkraþjálfari hljóp inn á til að hlú að honum var hann látinn liggja grafkyrr. Ekki þótti óhætt að lyfta honum á sjúkrabörur fyrr en að sérhæfðir sjúkraflutningamenn mættu í Kaplakrika á sjúkrabíl sem flutti Sindra á brott. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Sindri Snær rifbeinsbrotnaði Dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, virtist ætla að sýna Sindra gula spjaldið fyrir brotið á Herði en beið með það á meðan að Sindri lá meiddur. Blaðamaður Vísis á staðnum sá gula spjaldið aldrei fara á loft en í leikskýrslu á vef KSÍ er Sindri þó skráður með gult spjald, og sennilegt að Sigurði hafi þótt taktlaust að áminna sárþjáðan Sindra á staðnum með því að lyfta spjaldinu. Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, virtist slíta hásin undir lok leiksins, sem FH vann 5-1, en það lá þó ekki endanlega fyrir í gærkvöld og óvíst hve lengi hann verður frá keppni. Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Nú er komið í ljós að Sindri braut tvö rifbein þegar hann fór í tæklingu gegn Herði Inga Gunnarssyni. Sindri Snær Magnússon braut 2 rifbein í leiknum gegn FH í gærkvöldi.Óskum Sindra góðan bata — ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 14, 2021 Sindri var bersýnilega þjáður og lá eftir á vellinum, og eftir að sjúkraþjálfari hljóp inn á til að hlú að honum var hann látinn liggja grafkyrr. Ekki þótti óhætt að lyfta honum á sjúkrabörur fyrr en að sérhæfðir sjúkraflutningamenn mættu í Kaplakrika á sjúkrabíl sem flutti Sindra á brott. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Sindri Snær rifbeinsbrotnaði Dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, virtist ætla að sýna Sindra gula spjaldið fyrir brotið á Herði en beið með það á meðan að Sindri lá meiddur. Blaðamaður Vísis á staðnum sá gula spjaldið aldrei fara á loft en í leikskýrslu á vef KSÍ er Sindri þó skráður með gult spjald, og sennilegt að Sigurði hafi þótt taktlaust að áminna sárþjáðan Sindra á staðnum með því að lyfta spjaldinu. Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, virtist slíta hásin undir lok leiksins, sem FH vann 5-1, en það lá þó ekki endanlega fyrir í gærkvöld og óvíst hve lengi hann verður frá keppni.
Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20
Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00