Enski boltinn

Keane: Fernandes grenjaði hálfan leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Keane fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum gegn Liverpool í gær.
Roy Keane fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum gegn Liverpool í gær. getty/Ash Donelon

Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á Manchester United eftir tapið fyrir Liverpool í gær, 2-4. Honum fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum.

Þetta var annað tap United í röð og Keane segir að liðið sé enn óralangt frá því að geta barist um Englandsmeistaratitilinn.

„Við höfum hrósað United undanfarna mánuði en þessi hópur getur ekki barist um titilinn við Manchester City. Allir veikleikar liðsins hafa komið í ljós undanfarna daga,“ sagði Keane.

„City er svo langt á undan United að það er ógnvænlegt. Ole [Gunnar Solskjær] finnst hann eflaust þurfa þrjá til fjóra leikmenn í viðbót í það minnsta.“

Þótt Fernandes hafi skorað gegn Liverpool í gær var Keane ekki hrifinn af frammistöðu Portúgalans.

„Ég vil ekki vera of gagnrýninn á Fernandes en hálfan leikinn var hann grenjandi á vellinum,“ sagði Keane.

United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er liðið komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Villarreal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×