„Sölvi Snær er einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi“ Andri Gíslason skrifar 13. maí 2021 23:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs á Kópavogsvellinum í kvöld er liðið lagði Keflavík 4-0 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. „Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira