„Sölvi Snær er einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi“ Andri Gíslason skrifar 13. maí 2021 23:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs á Kópavogsvellinum í kvöld er liðið lagði Keflavík 4-0 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. „Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira