Erlent

Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má glögglega sjá hve stórir speglar James Webb sjónaukans eru.
Hér má glögglega sjá hve stórir speglar James Webb sjónaukans eru. NASA/Chris Gunn

Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður.

JWST á að leysa Hubble sjónaukann af hólmi og vonast vísindamenn til þess að hægt verði að nota hann til svara mikilvægum spurningum um uppruna alheimsins og nær- og fjarliggjandi stjörnuþokur.

Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Hann verður ekki á braut um jörðu eins og Hubble heldur verður hann í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu.

Sjónaukinn á taka myndir af stjörnuþokum sem voru með þeim fyrstu til að myndast í alheiminum.

Til stendur að skjóta JWST á loft þann 31. október frá frönsku Gíenu. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, segir að enn eigi eftir að gera nokkrar tilraunir áður en hægt verði að skjóta sjónaukanum á loft.

Hér má sjá útskýringarmyndband um það hvernig sjónaukinn mun virka þegar hann er kominn út í geim.

Sjónaukinn sé gerður úr mörgum hreyfanlegum hlutum og allt þurfi að vera fullkomið við geimskot, því þar sem sjónaukinn verður svo langt frá jörðu verður gífurlega erfitt, ef ekki ómögulegt að laga hann.

Upprunalega stóð til að skjóta honum á loft árið 2007 en miklar tafir hafa verið á framleiðslu hans og sömuleiðis hefur verkefnið kostað mun meira en áður stóð til.

Hér má svo sjá myndband þar sem farið er yfir James Webb verkefnið og hvað sjónaukinn á að gera.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×