Erlent

Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áður höfðu menn áhyggjur af fólksfjölgunarsprengingu en nú fjölgar fólki víða ekki nógu hratt.
Áður höfðu menn áhyggjur af fólksfjölgunarsprengingu en nú fjölgar fólki víða ekki nógu hratt. epa/Wu Hong

Nýtt manntal í Kína sýnir að Kínverjum hefur ekki fjölgað jafn hægt síðan á sjöunda áratugi síðustu aldar, þegar Kínverjar voru að takast á við afleiðingar hungursneyðar.

Þetta er að gerast þrátt fyrir að stjórnvöld þar í landi hafi árið 2015 afnumið regluna um eitt barn á fjölskyldu, sem verið hafði í gildi í áratugi til að stemma stigu við mannfjöldaþróuninni sem á tímabili var talin allt of ör. 

Nú horfir hinsvegar öðruvísi við og fjölgaði Kínverjum aðeins um 5,3 prósent á síðasta áratugi. 

Það þýðir fjölgun upp á 0,53 prósent árlega, sem er örlítið hægari fjölgun en var frá aldamótum og fram til ársins 2010. 

Öldruðum fjölgar hratt í landinu og nú eru tæp fjórtán prósent þjóðarinnar yfir 65 ára aldri en eldri borgarar voru aðeins tæp níu prósent árið 2010.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.